Myndbandið var tekið upp á Íslandi og Los Angeles

0

Tónlistar verkefnið aYia mun gefa út sína fyrstu breiðskífu 16. nóvember næstkomandi hjá plötufyrirtækinu Bedroom Community. Þrátt fyrir að hafa aðeins gefið út þrjú lög hafa aYia komið fram á hátíðum á borð við Hróaskeldu, Eurosonic og The Great Escape auk þess að spila á helstu tónlistarhátíðum á Íslandi. Sveitin fór einnig nýverið á tónleikaferðalag um Þýskaland og Pólland með hljómsveitinni GusGus.

Annað tónlistarmyndband aYia var tekið upp á Íslandi og í Los Angeles en það lýtur dagsins ljós í dag, föstudag. Myndbandið er fyrir fjórðu smáskífu aYia, Slow sem kemur einnig út á helstu tónlistarveitum í dag.

Skrifaðu ummæli