MYNDBAND FRÁ JÚLÍ SLAMM 2015

0

_DSC2463 copy

Hjólabrettakeppnin Júlí Slamm fór fram um helgina sem var að líða en þar mátti sjá alla bestu skeitara landsins samankomna. Mohawks, Íþróttafélagið Jaðar og Mountain Dew á Íslandi stóðu að keppninni og gerður þeir það með prýði. Keppt var í þremur flokkum þrettán ára og yngri, fjórtán til sautján ára og átján ára og eldri. Veitt voru vegleg verðlaun í öllu flokkunum t.d. Go Pro vélar og vörur frá Mohawks en það má segja að aðal verðlaunin hafa verið í flokki átján ára og eldri. Tveir miðar á hjólabrettakeppnina Damn Am í Amsterdam ásamt flugi og gistingu, ekki amalegt það!

Ólafur Ingi Stefánsson og Daði Snær Haraldsson hrepptu miðana og eru því á leiðinni til Amsterdam.

Andri Haraldsson var á svæðinu og splæsti kappinn í þessi glæsilegu myndbönd.

Skotið og klippt af: Andri Haraldsson

Esja Productions.

 

Comments are closed.