MYNDBAND FRÁ ICELAND WINTER GAMES 2015

0

iwg

Iceland Winter Games var haldið í annað sinn á Akureyri nú á dögunum við frábærar undirtektir. Það var búið að leggja mikið í pallana í Hlíðarfjalli og talið er að þetta eru þeir stærstu sem sést hafa á Íslandi. Stemningin var frábær og allir í massa stuði eins og sagt er!

En ekki nóg með það að Iceland Winter Games fór fram þessa helgi heldur einnig opnaði Mohawks 800 fermetra innanhús skatepark á Glerártorgi. Menn unnu baki brotnu við að koma pöllunum inn á svæðið og allir unnu sem einn. Það var greinileg vöntun á aðstöðu sem þessari, skeitarar og velunnarar Akureyrar mættu á svæðið og gleðin leyndi sér ekki!

Anton Örn Arnarson skellti sér til Akureyrar og tók myndavélina með sér.

Anton sem er þekktastur fyrir að vera einn besti BMX gaur landsins og mikill snillingur í alla staði. Hann skellti í þetta skemmtilega vídeó

Comments are closed.