MYNDA NÝJA LISTRÆNA ARFLEIFÐ

0

Fassjón og kampavín drýpur af einlægum en glerhörðum töktum Geisha Cartel

Trap-popkollektívið Geisha Cartel var að senda frá sér nýtt lag og myndband, „Enginn Tími.” Sveitin samanstendur af þremur einstaklingum: Prince Fendi (Jón Múli), Bleache (Eyþór Ingi Eyþórsson) og Plasticboy (Kristján Steinn Kristjánsson) sem hafa um árabil pródúserað tónlist undir öðrum nöfnum innan listahópsins Beige Boys.

Fyrir utan listræn tengsl eru þremenningarnir allir afkomendur frægra tónlistarmanna og listamanna og mynda því saman nýja listræna arfleifð. Fassjón og kampavín drýpur af einlægum en glerhörðum töktum Geisha Cartel og ætla þeir sér svo sannarlega að ná langt!

Skrifaðu ummæli