MY BROTHER IS PALE SENDIR FRÁ SÉR SÍNA FYRSTU BREIÐSKÍFU Í DAG 1. SEPTEMBER

0

PALE

Fyrsta breiðskífa My Brother Is Pale kemur út í dag þann 1. september. Platan samanstendur af ellefu lögum sem eiga það sameiginlegt að takast á við að binda saman spurningar um 21. aldar samfélagið við nærtækari og persónulegri hugsanir í rafskotið popp form. Sveitin býður þér með í hlustunarveislu á Gauknum þann 1. september þar sem hlustað verður á plötuna og nýtt myndband verður frumsýnt. Platan verður fáanleg rafrænt á flestum sölusíðum og streymisveitum.

PALE2

My Brother Is Pale er íslensk/hollensk hljómsveit stofnuð af hollenska lagasmiðnum Matthijs van Issum eftir hann fluttist til Íslands árið 2009. Á árunum 2009 til 2013 gekk sveitin í gegnum þónokkrar mannabreytingar og samhliða þeim breyttist og þróaðist stefna og hljómur sveitarinnar. Hljómsveitin hóf að taka upp sína fyrstu plötu árið 2013 og gaf hún þá út smáskífu. Í upptökuferlinu tók platan stakkaskiptum er nýir elektrónískir áhrifavaldar tóku völdin og á endanum var ekkert lag eftir af hinum upprunalega lagalista. Til var orðin ný ellefu laga plata með ýmsum nýjum áhrifum sem að sveitin var ekki þekkt fyrir áður. Ásamt útgáfu plötunnar verða meðlimir My Brother Is Pale iðnir við að spila fram eftir hausti. Einnig eru þeir strax farnir að huga að því að semja nýtt efni fyrir aðra plötu sína.

 

Comments are closed.