MUTED

0

 

Bjarni 005

 


Í dag, þann 1. nóvember, kom út Special Place með austfirska raftónlistamanninum Muted á bandcamp síðu Raftóna og verður hún fáanleg á öllum helstu tónlistarveitum á stafrænu formi viku seinna. Honum til halds og trausts á titillagi smáskífunnar er rafdívan Jófríður Ákadóttir (Samaris og Pascal Pinon). Endurhljóðblandanir eru í höndunum á Ruxpin og M-Band.

Muted live2

Muted (Bjarni Rafn Kjartansson) hefur verið eitt best geymda leyndarmál íslensku raftónlistarsenunnar, en þrátt fyrir ungan aldur hefur hann komið víða við – t.a.m. gefur út á sitt einsdæmi tvær vínylplötur og endurhljóðblandað Samaris, Asonat og Justice.
Síðar á árinu mun svo breiðskífan Muted World koma út á vegum Raftóna, en hún kom út fyrr á árinu á vínylformi í takmörkuðu upplagi.

Hlekkir:
https://raftonar.bandcamp.com/
www.raftonar.ishttps://soundcloud.com/raftonar / www.facebook.com/Raftonar

www.facebook.com/muteddnbhttps://soundcloud.com/muted

 

Comments are closed.