„MUTED WORLD“ MEÐ AUSTFIRSKA TAKTASMIÐNUM MUTED

0

Cover

Þann 14. janúar næstkomandi munu Raftónar Records gefa út breiðskífuna „Muted World“ með austfirska taktasmiðnum Muted.


„Muted World“ er heimboð í hugarheim Muted, sem heitir réttu nafni Bjarni Rafn Kjartansson. Hann endurvinnur hljóð sem hann sarpar úr umhverfi sínu og kemur þeim til skila á afar áhugaverðan hátt. Hugmyndarfræðin á bakvið breiðskífuna var að leyfa hlustandanum að stíga inn í veröld listamannsins í gegnum tilraunakennda og frumlega vinnslu á umhverfishljóðum, í bland við raftóna svo úr verði einstakur hljóðheimur. Muted samdi alla tónlist plötunnar ásamt texta lagsins „Special Place“ sem Jófríður Ákadóttir söngkona hljómsveitarinnar Samaris syngur.

Muted hefur verið þekkt nafn meðal tónlistargrúskara, þá helst fyrir taktasmíðar hans – en fjölmargir rappara hafa notast við undirleik hans í gegnum árin. Hann hefur einnig getið sér orðstír sem eftirsóknarverður endurhljóðblandari, en t.a.m. liggja eftir hann endurhljóðblandanir fyrir Samaris, Asonat og Justice.

„Muted World“ kom fyrst út á vínylformi í afar takmörkuðu upplagi (einungis 150 eintök) og seldust þær allar upp innan við viku.Helstu áhrifavaldar plötunnar eru Portishead, Madlib og Four Tet ásamt mörgum öðrum listamönnum.

„Muted World“ er fjölbreytt og spennandi breiðskífa frá áhugaverðum listamanni.

Forpanta breiðskífuna:
raftonar.bandcamp.com
Hlekkir: 
https://raftonar.bandcamp.com/
www.raftonar.is / https://soundcloud.com/raftonar / www.facebook.com/Raftonar

www.facebook.com/muteddnb / https://soundcloud.com/muted
Stiklur á Soundcloud:

Comments are closed.