MÚSÍKTILRAUNIR OPNAR FYRIR SKRÁNINGU Á MORGUN

0

04_rythmatik-8477

Í bílskúrum og bakhúsum um allt land ómar frá þrotlausum æfingum ungs tónlistarfólks þessa dagana. Það skyldi engan furða enda er tónlistarlífið á Íslandi annálað fyrir grósku og fjölbreytni. Grasrótarstarf þrífst blómlega og sífellt nýjar lendur kannaðar, straumar í tónlist umbreytast jafnóðum sem þeir verða til og í hverju horni er spennandi hluti að heyra.

MÚSIK 2

Tónlistarhátíðin Músíktilraunir hefur verið einn af vorboðunum í íslensku tónlistarlífi undanfarna áratugi, þar sem unga kynslóðin opinberar hvað efst er á baugi hverju sinni og framúrskarandi tónlistarfólk sýnir hvers það er megnugt. Músíktilraunir veita nýjabruminu veglegt innlegg í reynslubankann og fá þau að prófa flugfjaðrirnar á vettvangi sem styður þau heilshugar.

04_rythmatik-8483

Rythmatik, Sigurhljómsveit Músíktilrauna 2015, sést hér spila á úrslitakvöldinu í Norðurljósasal Hörpu

Nú líður að skráningu í keppnina á glænýrri og uppfærðri heimasíðu Músíktilrauna og hefst hún 1.mars og stendur til 14.mars. Ungmenni á aldrinum 13-25 ára gefst kostur á að taka þátt í Músíktilraunum 2016 í Norðurljósasal Hörpu, tónlistarhúss 2.-9.apríl. Nægur tími er því til undirbúnings fyrir ungar hljómsveitir sem vilja taka þátt. Nánast ómögulegt er að telja upp þær hljómsveitir og tónlistarmenn sem hafa nýtt þennan stökkpall til frekari afreka víðar. Tækifærið er einstakt og unga fólkið eindregið hvatt til þátttöku!

Comments are closed.