MÚSÍKTILRAUNIR HEFJAST UM HELGINA

0

TILRAUNIR 3

Það dregur nú til tíðinda að Músíktilraunir 2016 hefjast um helgina í Norðurljósum Hörpu. Alls eru 48 hljómsveitir sem spila í ár og hefur fjöldi stúlkna aldrei verið meiri og hörkuspennandi tilraunir framundan.

Hljómsveitin Avóka frá í fyrra

Hljómsveitin Avóka frá því í fyrra.

Laugardagskvöldið 2.apríl klukkan 19:30 hefst syrpa fjögurra undankvölda í röð, en tólf hljómsveitir koma fram á hverju kvöldi. Dómnefnd velur eina hljómsveit og salur aðra til að spila á úrslitakvöldinu laugardaginn 9.apríl.

Aðgangseyri er stillt í hóf og kostar aðeins 1500 kr inn á undankvöldin. Þetta er viðburður sem allir áhugasamir um íslenska tónlist ættu ekki að láta framhjá sér fara.

Á fyrstu tveimur tilraunakvöldunum koma þessar hljómsveitir fram:

Fyrsta undankvöld, laugardagurinn 2.apríl.

Vertigo,MurMur,Broskall,, Liam Finze, Logn, Svavar Elliði, Spünk, Sæbrá, Helgi Jónsson, John Doe, Gluggaveður, Aaru

Annað undankvöld, sunnudagurinn 3.apríl.

Gasoline spills , Prime Cake, Aðalsmenn, Stofa 4, Divine Mellow, RuGl, m e g e n, Kristín Waage, Körrent, Wayward, KrisH, Steinunn.

www.musiktilraunir.is

Comments are closed.