MURA MASA KEMUR FRAM Á ICELAND AIRWAVES

0

Hinn magnaði plötusnúður og pródúser MURA MASA mun koma fram á Iceland Airwaves í nóvember. Hann hefur á sínum stutta ferli unnið með nokkrum af stærstu listamönnum nútímans en þar má nefna A$AP Rocky, Charlie XCX, Desiigner og fleirum.

Mura Masa kom nýverið fram á Coachella tónlistarhátíðinni þar sem hann sló í gegn og var að margra mati með eitt flottasta atriði hátíðarinnar. Ný plata er væntanleg á næstunni þar sem hann fær m.a. til liðs við sig Damon Albarn, Christine & The Queens, Nao, A$AP Rocky ofl.

MURA MASA kemur fram bæði í Reykjavík og á Akureyri. Miðasala á Iceland Airwaves er í fullum gangi á tix.is

Skrifaðu ummæli