MUNU BRÚNU BIRNIRNIR TAKA HVÍTU BIRNURNAR Í SÁTT?

0

lara-fkokkusogur

Flökkusaga er hugljúf bók sem lætur engan ósnortin. Sagan af birnunum þreifar á mörgum málum sem við þekkjum vel úr samtíma okkar á einstaklega litríkan og einlægan máta. Flökkusaga fjallar um mæðgur af ísbjarnarkyni sem neyðast til að leggja land undir fót og þurfa í framhaldi að takast á við krefjandi verkefni á nýjum slóðum – Að falla í hópinn.

Hér er á ferðinni spennandi bók sem býr yfir fallegum boðskap sem á erindi við lesendur á öllum aldri. Sagan sýnir okkur á hjartnæman hátt hversu mikilvægt það er að eiga góða að til að takast á við breytingar, fordóma, söknuð og það að fóta sig í nýju umhverfi.

flokkusaga

Flökkusaga er fyrsta bók Láru Garðarsdóttur sem hún skrifar og myndskreytir ein síns liðs en Lára stendur einnig sjálf að útgáfu bókarinnar. Lára er teiknari og kvikari að atvinnu og hefur unnið við teiknimyndagerð og myndskreytt fjölda bóka.

Lára býr í Reykjavík ásamt sambýlismanni sínum og íslensku fjárhundunum Línu og Míu sem veittu mikla aðstoð við gerð Flökkusögu.

Flökkusaga er væntanleg í allar helstu verslanir á næstu dögum.

Bókin er fyrir börn á öllum aldri en hentar bókaormum á aldrinum 3–7 ára einstaklega vel!

https://twitter.com/Lara_gardars

https://www.instagram.com/laraillustrates/

http://laragardars.blogspot.com

Comments are closed.