MUNDI ÓLJÓST EFTIR AÐ HAFA VERIÐ OFURHETJA

0

Tónlistarmaðurinn  Swan Swan H eða Svanur Herbertsson eins og hann heitir réttu nafni var að senda frá sér glænýtt lag sem ber heitið „DreamSpace.“  Lagið er tekið af komandi plötu kappans U.F.O og verður hún fáanleg frítt á heimasíðu Swan Swan H, spotify og bandcamp.

„Ég vaknaði eina nóttina í tvigang og settist við geimskipið mitt hálfsofandi og smátt og smátt kom lagið úr draumaheiminum inní raunveruleikann, ég mundi óljóst eftir því að hafa verið ofurhetja að bjarga heiminum sem var alveg ótrúlega skemmtilegt, í draumnum var líka svona „theme song“ að spila undir og ég reyndi eftir bestu getu að fanga stemminguna úr því.“ – Svanur.

Skrifaðu ummæli