MUN KRÍA SYNGJA SIG YFIR Á NÆSTA BORÐ? MUN HÚN KOMAST Á LEIÐARENDA?

0

KRÍA eða Elísa Hildur Einarsdóttir eins og hún heitir réttu nafni.

Tónlistarkonan KRÍA var að senda frá sér glænýtt myndband við lagið „Levels“ sem tekið er af smáskífunni Altaka sem kom út fyrir ekki svo löngu. KRÍA er íslensk söngkona, lagahöfundur og pródúser en hún setti KRÍU á laggirnar árið 2015 gagngert til að koma ýmindunarafli sínu út í raunveruleikann. KRÍA fór í tónleikaferðalag um UK árið 2015 og kom hún fram í O2 en einnig steig hún á stokk á opinberlegu  kvöldverða- eftirpartý Formula 1 kappakstursins í Singapore árið 2016.

kria-3

Myndbandið er leikstýrt af Ágústu Ýr Guðmundsdóttur en hún er íslensk listakona búsett í New York þar sem hún nemur nám við hinn virta listaháskóla New York School of Visual Arts. Ágústa leikstýrði og gerði einnig eftirvinnslu af öðrum myndböndum KRÍU, PARTING & PRESSURE, en LEVELS var þriðja myndbandið sem var tekið upp samdægurs í London.

„Tengingin á milli lagsins og myndbandsins er sú að maður er staddur í súrrealískum fantasíu heimi þar sem þú hægt og rólega innleiðir raunveruleikann og áttar þig á að allt er að misheppnast, þú endurtekur sömu mistökin og þú getur ekki endað á réttri braut.“ -KRÍA 

kria

Í LEVELS er KRÍA aðal sögupersóna í tölvuleik þar sem hún reynir að komast á næsta borð leiksins með erfiðleikum. Mun hún syngja sig yfir á næsta borð? Mun hún komast á leiðarenda? Myndbandið var tekið upp í London sumarið 2016 þar sem Ágústa og KRÍA hittust.

„Við settumst niður á kaffihúsi og skiptumst á hugmyndum fyrir PARTING og PRESSURE en þetta er eitt það skemmtilegasta samstarf sem ég hef unnið við gerð tónlistarmyndbanda. Við gátum ekki hætt að hlægja við hugmyndirnar að PARTING og PRESSURE en sagan á bakvið LEVELS kom ekki eins auðveldlega. Ég hafði verið að hugsa um allskonar hugmyndir við lagið en ekkert passaði. Síðan vaknaði ég daginn eftir með hugmynd að söguþræðinum og þaðan byrjuðu hugmyndirnar að streyma.“ KRÍA

Á heimasíðu KRÍU er hægt að niðurhala smáskífunni Altaka, smellið hér

Skrifaðu ummæli