MÚLINN JAZZKLÚBBUR OG BJÖRN THORODDSEN MEÐ TÓNLEIKA Í HÖRPU 25. NÓVEMBER

0

björn

Á næstu tónleikum haustdagskrár Jazzklúbbsins Múlans sem fram fara miðvikudaginn 25. nóvember á Björtulöftum, í Hörpu kemur gítarleikarinn góðkunni Björn Thoroddsen fram. Fyrst einn með gítarinn í fyrra setti en eftir hlé mæta til leiks rytmaparið Jón Rafnsson og Sigfús Óttarsson. Bjössi ætlar að spila alla stíla og stefnur, jazz, rokk og fusion ásamt ýmsu óvæntu. Á dagskránni verður m.a tónlist eftir Duke Ellington, Wheater Report, Beatles, Rolling Stones og Bjössa Thor.

BJORN 2
Spennandi haustdagskrá Jazzklúbbsins Múlans heldur síðan áfram með tónleikum sem fara fram flest miðvikudagskvöld til 16. desember á Björtulöftum, Hörpu. Múlinn er á sínu 19. starfsári en hann er samstarfsverkefni Félags Íslenskra Hljómlistarmanna (FÍH) og Jazzvakningar. Klúbburinn heitir í höfuðið á Jóni Múla Árnasyni sem jafnframt var heiðursfélagi og verndari Múlans. Múlinn er styrktur af Reykjavíkurborg og Tónlistarsjóðnum og er í samstarfi við Heimstónlistarklúbbinn og Hörpu.
Tónleikarnir hefjast kl. 21:00 og fara fram á Björtulöftum, 5. hæð Hörpu og er miðaverð kr. 2.000 en 1.000 kr. fyrir nemendur og eldri borgara, miðar fást í miðasölu Hörpu, harpa.is og tix.is

Comments are closed.