MUGISON SPILAR Í BERGI Í HLJÓMAHÖLL

0

mug

Mugison þarf vart að kynna en hann kemur fram á tónleikum í Bergi í Hljómahöll þann 14. Nóvember. Hann verður einn á tónleikunum með gítarinn og lofar góðu sprelli, eins og honum einum er lagið.

Mugison hefur sama og ekkert spilað á Suðurnesjum síðan árið 2011 og enn lengra síðan að hann hefur komið einn fram á tónleikum með gítarinn.

hljomaholl_veislusalir_sudurnes

Hljomaholl_tonlieka_salur_keflavik

Mugison gaf síðast út plötuna Haglél en sú plata setti sölumet árið 2011 og seldist í tugþúsundatali. Platan var fyrsta hjá honum sem var alfarið sungin á Íslensku. Afrek kappans eru óteljandi en á meðal þess sem hann hefur gert í gegnum tíðina er að standa fyrir tónlistarhátíðinni Aldrei Fór Ég Suður á Ísafirði sem haldin er um hverja páska, hefur spilað á stærstu tónlistarhátíðum heims s.s. Hróarskeldu, verið valinn vestfirðingur ársins ofat en einu sinni og þannig mætti lengi telja.

mugi 2

Heyst hefur að aðeins tuttugu miðar séu eftir á tónleikana.

Það ætti enginn tónlistarunnandi að láta þessa kvöldstund framhjá sér fara!

Tengdar greinar:

http://albumm.is/tomas-young

Comments are closed.