MUCK

0
Muck2014-2. Photo Cred Frosti Gnarr

Ljósmynd: Frosti Gnarr

Muck er án efa ein frambærilegasta hljómsveit okkar Íslendinga. Muck landaði nýverið plötusamning við bandaríska plötufyrirtækið Prosthetic Records. Þeir gáfu út plötuna Slaves árið 2012 en það er ný plata væntanleg frá þessum snillingum í Febrúar 2015. Ási og Loftur komu í spjall við Albumm og sögðu okkur meðal annars frá nýju plötunni, mánaðardvölinni í New York og Anton The Tree!


Hvenær er Muck stofnuð

Ási: Muck er stofnuð árið 2007 en við höfum allir verið viðloðandi þungarokksenunnar fyrir það, mismikið samt, sumir í böndum og sumir ekki. Muck byrjar sem project hjá Kalla og Indriða sem eru gítarleikarar og söngvarar sveitarinnar en þeim langaði að gera eitthvað svona rokkband og voru að vinna eitthvað með það en allt sem þeir sömdu var frekar þunglamalegt og dark þannig þeir ákváðu að breyta um stefnu. Þannig verður þetta til og þeir tala svo við mig og ég fer að tromma með þeim. Fyrsta myndin af Muck er allt önnur en hún er í dag. Við byrjum frekar svona hægt og þungt, við byrjum þrír Loftur var ekki byrjaður í bandinu þá sko og við vorum bara að semja mjög þungt shit og fengum einhverja athygli, spiluðum á Eistnaflugi og vorum miklir vinir Celestine strákanna og spiluðum svolítið mikið með þeim. Við förum svo út árið 2009 og það sem var búið að gerast var að við vorum búnir að missa þáverandi bassaleikara og Loftur kominn í staðinn en þarna úti spiluðum við á einhverjum fimm tónleikum á tveggja vikna túr.

Loftur: Við náðum ekkert að bóka fleiri gigg en vorum með bílinn í fjórtán daga.

Ási: Já nákvæmlega og við vorum með einhvern gæja sem var búinn að keyra fullt af legendary hljómsveitum en svo bara hitti hann okkur, einhverja nítján ára fávita frá Íslandi (hlátur). Á þessum túr þá kynnumst við svona hraðari hljómsveitum og þá byrjar tónlistin okkar alltaf að verða hraðari og hraðari. Árið 2010 þá byrjum við að taka upp Slaves plötuna okkar sem við gáfum svo út árið 2012 en þá vorum við með söngvara sem hætti svo og þá vorum við bara fjórir. Við vorum að spá í að fá annan söngvara en það meikaði aldrei neinn sense þannig við fórum í það að semja alla vókal parta aftur þannig þetta var langt ferli en platan kom svo út eins og ég sagði árið 2012 og platan fær rosalega góðar viðtökur. 2012 er rosalega skemmtilegt ár hjá okkur og það gerist mikið, við gáfum út plötuna í Febrúar og erum rosalega hæpaðir hérna heima og úti og við förum á bandaríkjatúr í júní þar sem við spilum á tólf tónleikum og fáum eitt stórt gigg þar sem við erum að hita upp fyrir stór nöfn í hardcore-inu. Komum svo heim og spilum á Eistnaflugi og förum svo aftur út í október en þá tökum við Evróputúr, þá tókum við tvær vikur í ógeðslegum húsbíl með einhverri Danskri hljómsveit.

Loftur: Við spilum alla dagana nema einn eða eitthvað.

Ási: Já nákvæmlega og við spiluðum á alveg æðislegum giggum og alveg ömurlegum giggum en endum svo árið á að fara til New York og vorum þar í mánuð og vorum með residence í galleríi þar. Þar endum við saman árið og vorum þar allir yfir jólin og áramótin að gera músík og eitthvað en þá vorum við byrjaðir á plötunni sem er að koma út á næsta ári. Í dag erum við bara fjórir og við erum búnir að spila rosalega mikið saman og það er rosalega góð kemistría á milli okkar. Annar gítarleikarinn okkar er núna úti í Mexico í skiptinámi þannig á meðan erum við bara að plana plötuútgáfuna og allt sem tengist henni.

Hvernig fannst ykkur í New York og hvað voruð þið að gera þar

Ási: Þetta var náttúrulega bara djók sko. Áður en við fórum að túra þá fór Indriði gítarleikarinn okkar á undan okkur út og hann kynnist þar eldri konu sem rekur listagallerí í New York sem heitir Clock Tower http://clocktower.org/ hún fílar Indriða geðveikt mikið og er að fíla hljómsveitina geðveikt mikið. Hún sendir einhvern útsendara á tónleika með okkur í New York og eftir það bíður hún okkur að koma og vígja nýtt stúdíó sem er í galleríinu. Við erum alveg til í það, þetta var ekkert borgað en við fáum að vera þarna frítt sem er geðveikt nice. Við bara látum það einhvernvegin ganga og við förum þangað um miðjan Desember og erum ekki með neinar pælingar nema að við ætluðum að taka upp plötu þar en við kláruðum hana áður en við fórum út. Við vorum búnir að græja einhver hljóðfæri þarna úti því við gátum eiginlega ekki tekið neitt með okkur. Við vorum svo í geðveikt skrítnu stúdíói sem var örugglega gömul geymsla eða eitthvað og við bara vorum þar að spila, djamma, semja og eitthvað rugl í mánuð.

Loftur: Eina markmiðið okkar var að koma okkur öllum þangað, spila, semja og bara gera eitthvað gott chill sko

Ási: Við sömdum fimm lög sem eru frekar poppup, allt annað en það sem við erum vanir að gera. Vorum með einhver djammsession sem voru geðveikt furðuleg, Loftur byrjaði að taka upp blackmetal plötu. Við vorum bara í einhverju geðveiku sóni en svo héldum við uppskeru tónleika í klukkuturninum (Clock Tower Gallery) sem var alveg geðveikt!

Loftur: Þetta var alveg ótrúlega stór salur og svo hátt til lofts að það bergmálaði alveg endalaust þannig við þurftum varla að hækka í mögnurunum, vorum bara með þá á lægsta og svo sá bara endurómurinn um restina.

Ási: Já þetta var alveg merkilegt en svo vorum við líka bara fullir og að skemmta okkur og að eyða tíma saman. Ég held t.d. að ástæðan fyrir því að við erum svona þéttir live er útaf tímanum sem við eyddum saman þarna og bara tímanum sem við höfum eytt saman almennt. Við höfum eytt mjög miklum tíma saman í litlum rýmum.

Loftur: Þetta reynir alveg á þolmörkin hjá manni og margar hljómsveitir hætta en ég tel að þetta hafi styrkt okkur og þá föttuðum við að þetta er það sem okkur langar að gera.

Ási: Við fórum út 19. Desember og ég held að 25. Desember vorum við allir orðnir blankir. Við borðuðum bara one dollar pizza og vorum að skrapa saman fyrir bjór og allir búnir að hringja í bankann og fá yfirdrátt en þetta var samt allt svo fullkomið og þetta var nákvæmlega það sem það átti að vera.

Loftur: Líka það að við fengum ekki allar græjurnar sem við áttum að fá lánuð úti þannig ég þurfti að kaupa mér magnara og þá var allur minn peningur búinn, one dollar pizza alla ferðina og taka fjölvítamín til að bæta upp fyrir það (hlátur).

Ási: Já nákvæmlega og við vorum geðveikt ánægðir að hafa keypt okkur karton af sígarettum í fríhöfninni af því að þá áttum við sígarettur (hlátur). Það eru þessir litlu hlutir t.d. það að vera ógeðslega blankir saman, verða fúlir útí hvorn annan og búa saman í geðveikt litlum rýmum, það er þannig sem maður áttar sig á því hvort maður geti eytt tíma með einstaklingum og það er þannig sem hljómsveitir annaðhvort halda áfram eða hætta. Við þekkjum algjörlega inná hvorn annan og það er að skila sér í tónlistinni og á sviði, þetta dynamic og öryggi. Við finnum fyrir hvor öðrum.  Ég var að muna eftir einu um daginn og það var þegar ég fór í áramótapartý einhverstaðar í Brooklyn, ég var með kærustunni minni og einhverju liði og partýið var hjá íranskri hljómsveit sem bjó þarna í svona loft íbúð. Þetta var sjúklega mikið svona Brooklyn hippstera dæmi. Þetta eru semsagt fimm Íranskir gæjar sem eru saman í hljómsveit og það er eitthvað sem maður kannski sér ekki á hverjum degi og þetta band er á einhverju svona millistigi, eru alveg að verða mjög stórir en eru ekki orðnir það. Það var gerð heimildarmynd um þá af því að þeir eru eina Íranska rokk hljómsveitin og bjuggu í Íran og þurftu að fela sig og æfðu í einhverjum kjöllurum og það mátti enginn vita að þeir voru í rokkhljómsveit af því það er bannað að spila rokk og ról þarna. Þessi mynd verður geðveikt fræg og þannig komast þeir til bandaríkjanna. Nokkrum mánuðum eftir að ég kem til Íslands þá sé ég frétt um það að Írönsk hljómsveit var drepin í New York og akkúrat í þessari íbúð. Það var þannig að einn gæinn var rekinn úr bandinu fyrir að stela af öðrum, þessi gæi bara snappar og drepur einhverja í bandinu. Ég var að lesa þetta og var bara alveg fokk! Alveg grillað dæmi. Svona fór með The Yellow dogs, þeir höndluðu ekki hvorn annan. Ég er alltaf að stela af Lofti og það er ekkert búið að gerast (hlátur).

Muck NYC - 2. Photo Cred Asa Dyradottir

Ljósmynd: Ása Dýradóttir

Eruð þið á plötusamningi úti

Ási: Já við fengum samning hjá Prosthetic Records http://prostheticrecords.com/ sem er plötufyrirtæki sem er stofnað árið 1998. Það eru tveir gæjar sem voru að vinna hjá Sony og þeir eru svona þungarokksgæjar og vilja stofna þungarokkslabel og þeir gerðu það.

Loftur: Þeir gáfu t.d. út fyrstu Lamb Of God plöturnar sem er alveg huge band.

Ási: Já einmitt og þeir hafa verið að byggja þetta mikið upp og eru núna með skrifstofur bæði í Los Angeles og London og eru með dreifingu útum allan heim og eru að vinna með Sony og Eone Enetrtainment. Þetta er rosalega skemmtilegt fyrirtæki því það er með mainstream bönd og eru líka með bönd sem eru meira á jaðrinum og ég álít okkur vera miklu meira á jaðrinum frekar en eitthvað annað og þeir eru með mjög góð bönd eins og t.d. Mercenary og Marty Friedman sem var í Megadeth, sóló stuffið hanns er alveg huge í Japan og þeir eru að vinna með það allt. Þeir eru líka með bönd eins og Trap Them sem koma úr svona þungarokksenu í bandaríkjunum þannig þeir hjá Prosthetic Records ná að halda rosalegum skemmtilegum balance. Það var eiginlega fyrir tilviljun að þeir heyrðu dótið okkar. Vinkona okkar var að vinna hjá dreifingarfyrirtæki í Bretlandi og sendi plötuna okkar til label managerinn í London og þetta ferli tók bara einn dag. Hann fékk plötuna í hendurnar klukkan átta og hann var búinn að senda mér mail klukkan tíu og við vorum búnir að fá grænt ljós klukkan tólf, bara komið.

Loftur:  Síðan var náttúrulega gerður einhver samningur og eitthvað vesen , náttúrulega risa pakki fyrir okkur komandi héðan.

Er þetta eitthvað sem þið bjuggust við, að fá plötusamning úti og fara út að spila 

Loftur: Já alltaf!

Ási: Alltaf!

Loftur: Eftir að við gáfum út Slaves hérna heima þá fannst mér að við urðum að færa út kvíarnar. Eftir að hafa farið á þessa túra og vera í New York í mánuð þá áttaði maður sig á því að það er miklu stærri heimur þarna úti og að við verðum að drulla okkur af þessari eyju.

Ási: Algjörlega, og líka fíknin í það að spila saman er svo ógeðslega sterk og þetta er mjög stór partur af mínu lífi og stór partur af hver ég er. Á þeim tíma sem Slaves kom út þá áttaði ég mig á því að þetta er eitthvað sem við þyrftum að gera og það var eitthvað magic í gangi og þetta var svo ótrúlega góð tilfinning og þetta er eitthvað sem við þyrftum að viðhalda og gera sem mest af. Spila sem mest og þá þíðir ekkert annað en að vera á flakki. Markaðurinn fyrir þessa tónlistarstefnu hérna heima er mjög lítill, eða bara fyrir tónlist almennt.

Loftur: Þegar maður er búinn að vera að spila í hljómsveitum á Íslandi frá unglingsaldri þá kemur sá tími að maður nennir ekki að vera í hljómsveit bara á Íslandi heldur langar manni að vera í hljómsveit allsstaðar annarsstaðar líka.

Ási: Það er bara visst oft sem maður nennir bara að spila á Bar 11 og Gauknum aftur og aftur því það eru aldrei neinir aðrir staðir sem halda velli. Þannig maður er alltaf að spila á sömu stöðunum og nánast fyrir sama fólkið, sem er alveg geggjað! En maður verður að fá eitthvað meira. Maður nær ekkert að þroskast sem listamaður eða sem performer ef maður er endalaust að gera það sama aftur og aftur.

MUCK at Hurra. Photo cred Thorsteinn Cameron

Ljósmynd: Thorsteinn Cameron

Hafið þið farið til Bandaríkjanna og Evrópu

Já enn sem komið er, við spiluðum í helstu borgum á Austurströnd bandaríkjanna og vorum á túr með Plastic Gods og það var ótrúlega fínn túr. Við erum búnir að vera að pæla hvaða markaður hentar okkur best og bandaríkin höfða rosalega vel til okkar sem hljómsveit. Það er eitthvað vibe þarna sem við fílum og senan er einhvernvegin meira dirty. Þegar við vorum t.d. að spila í Póllandi eða Tékklandi þá vorum við alveg að hitta geðveikt skítuga pönkara en þeir voru einhvernvegin miklu meira propper heldur en liðið í bandaríkjunum.

Loftur: Ég veit ekki nákvæmlega hvað það er en ég fíla bara andrúmsloftið betur í bandaríkjunum, allavega af því sem ég hef kynnst hingað til.

Ási: Núna erum við svolítið að ræða það hvar við eigum að fylgja nýju plötunni eftir. Það kostar mikinn pening að fara til bandaríkjanna að spila og þegar við fórum seinast þá vorum við t.d. ekki með atvinnuleyfi, við bara redduðum okkur skilurðu.

Ási: Já algjörlega en núna er svolítið annað í gangi, labelið okkar er bandarískt þannig það liggur beint við að fara þangað fyrst.

Hvenær á nýja platan að koma út

Ási: Hún kemur út í Febrúar 2015 bæði á CD og vínyl en fyrsta lagið kemur út í Janúar.

Kemur hún út á sama tíma hérlendis og úti

Ási: Það er allt ennþá í vinnslu, við höfum ekki fundið neitt fyrirtæki sem ætlar að gefa hana út hérna heima og við erum örugglega ekki að fara að kaupa eintök til að dreifa í búðir hérna  heima. Við bara sjáum hvernig þetta fer,við erum að velta þessu fyrir okkur.

Eruð þið ánægðir með plötuna

Ási: Já! Þetta er þrusu plata! Á henni eru tíu lög og hún er rosa hröð og beinskeytt.

Loftur: Ég er drullu ánægður með hana!

Ási: Já við erum mjög ánægðir með hana og við verðum að fylgja plötunni eftir því þessi plata er alveg málið sko! Við erum allir svo fáránlega ánægðir með hana og hvernig hún hljómar, þetta er bara platan sko!

Er þessi plata metnaðarfyllri en sú fyrri

Ási: Já það mætti alveg segja það af því að við höfum lagt svo ótrúlega mikið í hana.

Hvað ber svo framtíðin í skauti sér

Ási: Við ætlum að færa okkur enn nær því að geta unnið alfarið sem tónlistarmenn og að Muck verði hljómsveit sem við getum einungis unnið við. Það er svo grillað millibils ástand að skapast t.d. það að vera að vinna í hljómsveitinni ógeðslega mikið, maður er endalaust að kauða strengi, cimbala, pæla í tónlistinni maður er endalaust að uppfæra dótið sitt, endalaust að senda e-mail og senda boli útum allar trissur. Maður er að gera þetta allt sem er alveg eins og full vinna sko en maður er ekki kominn á þann stað að geta bara gert það. Við ætlum bara að halda áfram að harka og reyna að koma okkur á næsta level.

Loftur:Í ljósi þess að við fengum plötusamning þá getum við vonandi farið í tónleikaferðir sem eru ekki allar borgaðar úr okkar eigin vasa.

Eruð þið með einhverja góða túrsögu að lokum

Loftur: Já það er nú ein, við vorum að túra í útlöndum og ég hélt alltaf að við værum að fara að spila í Prag en svo er þetta einhver bær fyrir utan Prag sem heitir Kladno og þessi bær er eins og breiðholtið en sinnum tíu og maður er að spyrja fólk til vegar en það bara veifar höndunum og labbar í burtu.

Ási: Þetta var mjög furðulegt dæmi sko, við vorum að túra með dönsku blackmetal bandi og trommarinn í því bandi sá alfarið um að bóka þennan túr en það sem við vissum ekki er að þetta er fyrsti túrinn sem hann bókar sem þíðir það að hann sendir svona fimm hundruð e-mail víðsvegar um Evrópu og þar sem við fengum já, vorum við að spila. Við héldum að þessi staður væri allavega smábær en það var ekki nálægt því, það voru kannski tvö hús þarna og einhver hestur eða eitthvað álíka. Það er allt ógeðslega grátt þarna og grænn reykur úr skorsteinunum, alveg sjúklega gritty sko. Við reyndum bara að vera jákvæðir en svo komum við á staðinn sem við vorum að spila á og þurftum að bíða þar fyrir utan af því það var allt læst en svo heyrum við í bílflautu og þá kemur svona grænt rúgbrauð, við erum að tala um scooby doo bílinn sko og þegar hurðin opnast þá kemur bara massa mikið af reyk út úr bílnum og út koma einhverjir tveir gæjar, mega hressir og geðveikt ánægðir að hitta okkur og þetta voru gæjarnir sem voru að halda tónleikana. Þeir voru með einhvern hund með sér sem þeir fundu útí skógi og eru alltaf að tala um hundinn „hey look at the dog this is Anton The Tree“ voru miklu meira að tala um hundinn heldur en tónleikana. Svo spyrjum við hvar við ættum að gista og hann horfði bara á vin sinn og þeir báðir voru bara „ha gista“? Þeir segjast ætla eitthvað að redda þessu, eftir tónleikana þurfum við bara að keyra um fimmtíu kílómetra til Prag og ég og Loftur bara úff! „Djöfulsins fokking sjitt maður“ því það vorum við sem vorum að keyra, ekki alveg að nenna því eftir tónleikana um klukkan eitt um nótt. Svo kemur að gigginu sem er lengst niðrí einhverjum kjallara og það er ógeðsleg lykt þarna og það er enginn þarna, þarna er hljóðmaðurinn, mamma söngvaranns í bandinu sem var að spila með okkur og hún mætti með svona DV cam og var geðveikt full að dansa og Anton The Tree alveg snar þarna, hellað sjitt! Eftir giggið erum við að setja græjurnar okkar í bílinn og þá er Anton The Tree búinn að skíta á gólfið í bílnum og við bara „hvað er eiginlega í gangi hérna“ en ok svo leggjum við af stað, við erum að nálgast Prag og erum allir orðnir alveg geðveikt þreyttir en við bara jess! við erum að fara í geðveikt nice íbúð í prag og fáum að gista og vorum bara nokkuð ánægðir með það. Við sjáum ljósin í Prag og erum alveg að verða komnir en þá skyndilega tökum við hægri beygju áður en við komum að Prag og við sjáum bara ógeðslegt verksmiðjuhúsnæði og þar er einhver vörður sem hleypir okkur inn á eitthvað svona iðnaðarsvæði og við hugsum, „ok þeir ætla að enda þetta á því að drepa okkur bara“. Það er allt ljóslaust og við löbbum inn og þetta er vægast sagt ógeðslegur staður og þar er æfingarhúsnæðið hjá bandinu sem var að spila með okkur en hann opnar herbergið og þetta er án gríns minnsta herbergi sem ég hef séð og það er ískalt, engin upphitun og þeir bara „jæja sjáumst og takk fyrir giggið“ og svo bara fara þeir! Ég fór í öll fötin mín og náði mesta lagi svona tveggja tíma svefn, akkúrat þarna hugsaði ég „jæja núna er ég hættur í þessari fokking hljómsveit!“ (Hlátur). En við erum ennþá starfandi og eigum eftir að halda endalaust áfram!

Comments are closed.