MR SILLA, SNORRI HELGA, VALDIMAR OFL KOMA FRAM Á JÓLATÓNLEIKUM KEX

0

Þegar blóðþrýstingurinn fer yfir heilbrigð mörk og við verðum vansvefta af streitu í jólamánuðinum er nauðsynlegt að hópa sér saman á notalegum stað.  Í desember hafa KEX Hostel og Sæmundur í Sparifötunum boðið almenningi valmöguleika á að segja skilið við vanlíðan og njóta aðdraganda jóla í rólegheitunum í desember. Í boði er m.a. eggjapúns, jólabjór, jólamatseðill Sæmundar í Sparifötunum, sykraðar möndlur, tólgarkertaljós og síðast en ekki síst jólatónleikar KEX og Sæmundar í Sparifötunum, The KEXMas Show.  

Fram koma þau Ingibjörg Elsa Turchi, Magnús Magnússon, Sigurlaug Gísladóttir sem einnig er þekkt sem Mr. Silla, Snorri Helgason, Valdimar Guðmundsson og Örn Eldjárn.  Meðlimir húsbandsins hafa getið sér gott orð í hljómsveitum á borð við Babies-Flokknum, Ylju, Múm, Valdimar, Tilbury, Snorri Helgason o.s.frv..

Á lagaprógramminu verða sígræn íslensk jólalög í bland við nokkur erlend og má þar nefna „Fairytale In New York“, „Þú komst með jólin til mín“, „Líða fer að jólum“, „Fyrir jól“, „This Christmas“ og fleiri góð.

The KEXMas Show verður á KEX Hostel 22. desember kl. 21:00 og er aðgangur ókeypis!

Skrifaðu ummæli