MR. SILLA OG RVK SOUNDSYSTEM Á PALOMA Í KVÖLD

0

paloma 2

Brjálað stuð verður á skemmtistaðnum Paloma í kvöld þegar Mr. Silla og RVK Soundsystem þeyta skífum. Mr Silla var að senda frá sér sína fyrstu sóló plötu en hún hefur fengið vægast sagt frábærar viðtökur og var meðal annars í topp tíu yfir bestu plötur ársins á Albumm.is.

RVK Soundsystem þarf varla að kynna fyrir landanum en kapparnir hafa verið iðnir við spilamennskuna seinustu árin. Reggae, dub og dancehall verður í fyrirrúmi í kjallaranum á Paloma í kvöld.

Ef þér langar að dilla þér við góða víbra í kvöld ekki hika við að kíkja í kjallarann á Paloma, Mr. Silla sér svo um að allir dilli sér á efri hæðinni langt fram á nótt!

Herlegheitin byrja upp úr kl 23:00.

RVK Soundsystem Vol. 8: KúKú Campers – Bright Side of the Moon by Rvk Soundsystem on Mixcloud

Comments are closed.