MR.SILLA OG FREYR FLODGREN Á LOFT Í KVÖLD 15. JÚNÍ

0

SILLA

Mr. Silla er sóló verkefni tónlistarkonunar Sigurlaugar Gísladóttur sem tónlistaraðdáendur þekkja úr hljómsveitunum MÚM, Low Roar og Mice Parade. Á síðasta ári gaf Sigurlaug út sína fyrstu breiðskífu undir nafni Mr. Silla og hefur hún hlotið einróma lof gagnrýnenda og hlaut m.a. tónlistarverðlaun Kraums. Tónlistartímaritið Rolling Stone lofaði tónleika hennar á Iceland Airwaves í hástert svo dæmi sé tekið. Eftir dvöl í Berlín síðastliðinn vetur er Mr. Silla mætt aftur til Íslands og undirbýr nú næstu plötu sína. Á þessum tónleikum ætlar hún að spila nýtt efni og gamalt efni í bland.

FREYR

Freyr Flodgren er sænsk- íslenskur, fæddur og uppalinn í Umeå í Norður Svíþjóð, þar sem hann hefur hlotið tónlistarmenntun frá sex ára aldri. Hann spilar á þverflautu, gítar, bassa, trommur og píanó, en undanfarin ár hefur hann lagt áherslu á söng og lagasmíðar. Tónlist sína flytur Freyr ýmist einn með kassagítarinn eða með aðstoð auka hljóðfæraleikara sem spila á fiðlu, bassa og píanó. Tónlist hans mætti lýsa sem hugljúfri indie tónlist. Freyr hefur verið hluti af ýmsum hljómsveitum og samstarfsverkefnum í Umeå meðal annars Brother North, Lärkträdet og Högkvarteret. Þetta verða fyrstir tónleikarnir hans á Íslandi. Freyr mun flytja frumsamda tónlist eftir sjálfan sig af nýrri plötu sem er væntanleg á næsta ári.

Tónleikarnir hefjast kl 21:00 og er aðgangur ókeypis.

Comments are closed.