MR. SIGNOUT SENDIR FRÁ SÉR REMIX COMPILATION

0

MR SIGNOUT

Tónlistarmaðurinn Bjarnar Jónsson hefur verið iðinn við tónlistarsköpun síðastliðin tuttugu ár. Kappinn hefur komið fram undir nokkrum nöfnum og má þar helst nefna Mr. Signout, Sonord, Ohm, Sif og We Deserve svo fátt sé nefnt. Fyrsta útgáfan hanns kom út á vegum Þýska plötufyrirtækisins Force Inc Records þar á eftir komu út tvær plötur á vegum Thule Records. Alls eru þetta þrjár 12 tommu vínyl plötur en þær voru gerðar í samstarfi við Íslenska Techno goðið Exos.

https://www.discogs.com/artist/5067-Exos-Ohm

Til að breyta örlítið til byrjaði Bjarnar að gera tónlist undir nafninu Mr. Signout. Árið 2011 og 2012 gaf hann sjálfur út tvær breiðskífur á Bandcamp síðu sinni en verða endurútgefnar í ár á vegum Synthadelia Records. Árið 2013 byrjar Bjarnar að fá til sín hljóðfæraleikara í hljóðver sitt og úr því verður hljómsveitin Sonord.

MR SIGNOUT 2

Í Byrjun skipa hljómsveitina Bjarnar, Sigþór Ægir Frímansson, Danska Söngkonan One Krogh, Dele Vicaire Og að lokum Simon Hövding. Fyrsta breiðskífan þeirra kemur út hjá Íslensku plötuútgáfunni Möller Records og ber hún titilinn We Are Not Strangers. Árið 2015 kom út seinni platan frá Sonord á vegum Synthadelia Reocords og ber hún nafnið The Moon Was Arriving.

Kappinn var að senda frá sér glænýja svokallaða remix plötu en þar má heyra lög frá Bistro Boy, Eric Crusher, Ný Dönsk og Sísý Ey svo fátt sé nefnt.

Virkilega skemmtileg plata hér á ferðinni.

Comments are closed.