Mosi sendir frá sér plötuna Partytown: Nýir tónar og taktar

0

Tónlistamaðurinn Mosi sendir frá sér nýja fimm laga EP plötu sem ber nafnið PartyTown. Á plötunni má heyra nýjan tón frá Mosa. Tvö áður óútgefin lög er að finna á plötunni en það er titillag plötunnar „Party Town” og „Purrr.” Önnur lög eru „My Little World”, „Another Weekend” og „On Fire” en þau komu út sem smáskífur fyrr á þessu ári með tónlistarmyndböndum sem vöktu mikla athygli og þá séstaklega video við lagið Another Weekend þar sem Mosi dansar einn út á túni eins og Kate Bush gerði forðum við lagið Wuthering Hights.

Á plötunni má heyra í nýjum tón og töktum frá Mosa og þá sérstaklega í lögunum „Purrr“ og „Partytown“, en að sögn Mosa þá er hann langt kominn með næstu plötu og að hans sögn er „miklu miklu meira fjör á leiðinni“.

Mosi ásamt hljómsveit sinni spilar á Airwaves’18 en þar mun hann koma fram á Hard Rock Café miðvikudaginn 7. nóv. kl. 20.20 (On-Venue) og á laugardaginn 10. nóv. kl. 17.30 í Petersen svítunni fyrir ofan Gamla Bíó en það er Off-venue og ókeypis aðgangur.

Í hljómsveit Mosa eru Friðrik Flosason sem spilar á bassa og gítar, Elísa Hildur Þórðardóttir og Selma Hafsteinsdóttir sjá um bakraddir en þær eru þekktar sem kómíska bandið Bergmál og svo Aron Þór Arnarsson sem sér um hljóð og effekta og vinnur mikið með Mosa í útsetningum og framleiðsluferlinu en hann hefur áður unnið með tónlistarmönnum eins og John Grant, Björk, GusGus, Monsters Of Man, The Brian Jonestown Massacre svo eitthvað sé nefnt.

Mosimusik.com

Skrifaðu ummæli