MOSI MUSIK TEKUR Á GUSGUS MEÐ NÝTT REMIX / SECRET SOLSTICE FRAMUNDAN OG NÝ PLATA

0
mosi

Ljósmynd: Aníta Eldjárn

Í von um að fá Daníel Ágúst söngvara til að koma og syngja í afmæli sínu ákvað Mosi Musik að gera remix af GusGus laginu „Airwaves.“ Hugmyndin var einföld. Gera nýtt lag í kringum söng Daníels og reyna að láta það hljóma eins og eldri orginal útgáfa af laginu. Fleiri hljómar og hljóðfæri til að taka lagið í öfuga átt við hin hefðbundu Remix.

„Þetta er eiginlega meira ReMake en ReMix, en þar sem við notum orginal upptökur þá er þetta tæknilega séð Remix“ – Mosi Musik

mosi 2

Ljósmynd: Aníta Eldjárn

Mosi sendi remixið á Daníel sem leist það vel á að hann féllst á að taka lagið í afmælispartý Mosa sem haldið var á Boston 23. apríl. og ætlaði þakið af húsinu þegar Danni fór upp á svið og tók lagið með Mosi Musik.

„Þetta tókst það vel að það er fullt af fólki búið að biðja okkur um að gefa lagið út. Það var ekki upphaflega planið en fyrst þetta tókst svona vel og Daníel að fíla þetta þá ákváðum við að slá til og henda þessu í loftið svo að fleiri geti notið“ – Mosi Musik

Mosi Musik sendi frá sér sína fyrstu plötu í fyrra en er nú þegar komin með efni á nýja plötu og mun spila nýju lögin á Secret Solstice í sumar. Sveitin kemur fram laugardaginn 18. júní á hátíðinni og fer svo restin af sumrinu í að spila mikið og kynna nýju lögin. Fyrsta lagið „Weekend Out“ af væntanlegri plötu kemur út í byrjun Júní.

Einnig er hægt að hlusta á Airwaves (Mosi Musik Remix) og alla þá tónlist sem hljómsveitin hefur gefið út á nýrri heimsíðu www.mosimusik.com

Comments are closed.