MOSI MUSIK SPILAR NÝJA ÓÚTGEFNA PLÖTU Í HEILD SINNI

0

Mosi Musik hefur legið undir feldi undanfarna mánuði og unnið að nýrri tónlist. Hljómsveitin gaf út sýna fyrstu plötu 2015 I am you are me, sem fékk mjög góða dóma. Síðan þá hefur hljómsveitin spilað mikið, þróað sitt sound og unnið að nýju efni sem þau ætla að flytja á tónleikum sem verða haldnir næstkomandi laugardagkvöld 22. apríl á Boston.

„Við er tilbúin með lög á nýja plötu en vitum ekki alveg hvenær við ætlum að gefum hana út. Okkur langar gefa nokkur lög og video út áður við sleppum allri plötunni lausri. Við erum komin mjög langt í vinnslu með öll lögin og það má búast við nýju lagi frá okkur, ef ekki tveim, fyrir sumarið.“ Mosi

Á tónleikunum mun Mosi Musik spila nýja óútgefna plötu í heild sinni. ÓliPé X Króli ætla að sjá um að hita upp en þeir spila hiphop af gamla skólanum. Mosi Musik mun síðan stíga á svið en á eftir þeim heldur dansinn áfram þegar KrBear mun taka við og klára kvöldið.

„Við erum búin að finna okkar hljóm og þroskast alveg heilmikið á þessum 4 árum sem við höfum spilað saman. Hljómsveitin hefur farið í gegnum allskonar tilraunir og breytingar á þessum tíma en núna erum við orðin þrjú, búin að finna okkar hljóm og vitum meira hvað við erum að gera.“ – Mosi

Á glænýrri heimasíðu Mosi Musik www.mosumusik.com má hlusta á tónlist og fylgjast með tónlistarferðalagi þeirra.

Tónleikarnir byrjar kl. 22.00 og það er frítt inn.

Hér fyrir neðan má hlýða á eitt eldra en gott lag með Mosa Musik!

 

Skrifaðu ummæli