MOSI MUSIK OG TRÚBOÐARNIR MEÐ TÓNLEIKA Á GAUKNUM 19. NÓVEMBER

0
Trúboðarnir Karl Örvarsson Guðmundur Jónsson Heiðar Ingi Svansson Magnús Magnússon

Trúboðarnir

Fimmtudagskvöldið 19. nóvember kl. 22:00 leiða saman tónhesta sína á Gauknum tvær ólíkar hljómsveitir, Mosi Musik og Trúboðarnir. Hljómsveitin Mosi Musik var stofnuð árið 2013. Mosi, sem er forsprakki sveitarinnar, sér um upptökur og útsetningar en ásamt honum eru í hljómsveitinni: Tinna Katrín sem syngur, Frikki spilar á bassa, Gussi er á gítar, Arnar Birgis sér um slagverk og harmonikku og Mosi spilar svo sjálfur á hljómborð og syngur. Tónlist þeirra er elektrónískt popp sem erfitt er að flokka nánar. Gagnrýnendur hafa þó notað skilgreiningar á borð við „Epic power disco“ eða „The future sound of pop music.“

mosi

Mosi Musik

Trúboðarnir voru aldrei stofnaðir heldur fengu meðlimir köllun frá æðri máttarvöldum um að setja saman rokksveit er myndi berjast gegn stöðnun, almennum leiðindum og miðaldrakrísum hvers konar.

Trúbræðurnir eru fjórir: Kalli Örvars syngur, Heiðar Ingi plokkar bassa, Gummi Jóns gælir við gígju og Maggi Magg ber á bauka. Í gagnrýni um fyrstu plötu Trúboðanna ,,Óskalög sjúklinga“ á tonskrattinn.is segir m.a.:

Trúboðarnir eru þétt, kraftmikil og vel spilandi sveit sem á sannarlega erindi við unnendur góðrar rokktónlistar„,

og síðar í sömu umsögn segir:

og er hér á ferðinni kraftmikil, melódísk og virkilega skemmtileg rokkplata.

Tónlistarunnendur mega því eiga von á kraftmiklum og epískum tónleikum á fimmtudaginn með tveimur ólíkum sveitum.

Comments are closed.