MOSI MUSIK OG GLOWRVK SJÁ UM STUÐIÐ Á HÚRRA Í KVÖLD

0

Mosi Musik. Ljósmynd/Hjalti Árnason

Mosi Musik hefur verið að vinna í nýjum lögum sem þau munu spila fyrir gesti á Húrra. Um er að ræða allt frá trylltum dans yfir í romance í nýju lögunum en lagið „Weekend Out“ er fyrsta smáskífan af væntanlegri plötu og hefur lagið fengið góðar viðtökur á öllum helstu útvarpsstöðvum landsins.

glow

GlowRVK er spennandi hljómsveit sem hefur vakið töluverða athygli. Á skömmum tíma hefur hún gefið út fjölda laga og tónlistarmyndbönd en hún kom fyrst fram á sjónarsviðið í lok síðasta árs.

glowrvk

GlowRVK

Hljómsveitina skipa þau Bjarni Freyr Pétursson og Sylvía Björgvinsdóttir. Þau hafa haldið fjölmarga tónleika og eiga breiðan aðdáendahóp. Tónlist þeirra þykir einstaklega fersk og krafturinn skilar sér vel á sviðinu. Þau eru lífsglöð og vilja gleðja aðra með sinni nýstárlegu elektrónísku danstónlist. Tónleikar þeirra eru sérstök upplifun. Það er auðvelt að finnast maður vera hluti af tónlistinni, gleyma öllu, sleppa af sér beislinu og dansa.

Herlegheitin eru í kvöld miðvikudaginn 14. September og byrjar kl 21:00 Aðeins kostar litlar 1.000 kr inn!

Nánari upplýsingar um viðburð er að finna hér: https://www.facebook.com/events/294568657584346/

Comments are closed.