MOSI MUSIK MEÐ HÁDEGISTÓNLEIKA Í TÆKNISKÓLANUM

0

DSC_0112

Mosi Musik og Albumm fóru saman upp í Tækniskóla og buðu nemendum upp á Lunch Break tónleika og hljómdisk til að taka með heim. Hljómsveitin gaf nýverið út sýna fyrstu plötu og er þetta partur af því að kynna hana og hljómsveitina. Albúmm mætti á staðinn, tók myndir og náði tali af Mosi Musik.


Lunch Break tónleikar?

Okkur langaði að gera eitthvað skemmtilegt og öðruvísi til að kynna okkur, þannig við töluðum við nemendur í Tækniskólanum og fengum að kíkja í heimsókn. Við mættum bara, spiluðum og gáfum síðan nemendum nýja diskinn með Mosi Musik eftir tónleikana.
Þetta heppnaðist alveg mjög vel. Við höfum sennilega gefið hátt í 100 áritaða diska og límmiða eftir tónleikana. Allir voða ánægðir og sáttir. Það er alltaf skemmtilegra að gefa af sér en öfugt. Hafa ekki allir gott af því að leggja smá inn í karma bankann. Við líka.

DSC_0074

DSC_0077

DSC_0078

DSC_0079

DSC_0082

DSC_0084

DSC_0088

DSC_0091

DSC_0092

DSC_0100

Hvað er framundan hjá Mosi Musik?

Það verður allt að gerast núna í næstu viku þegar Iceland Airwaves hátíðin byrjar. Við verðum að spila í On-Venue í Iðnó kl. 20.00 á miðvikudeginum 4. nóv. Við erum líka á fimm öðrum Off-Venue stöðum en þeir eru Lucky Records (mið. kl. 16), Bar 11 (fim. kl. 17), Aurora (fös. kl. 17) og svo Dillon (lau kl. 18.15).
Þetta verður rosaleg hátíð eins og alltaf. Allir á haus, hlaupandi út um allan bæ. Það verður líka gaman að enda hátíðina á Dillon á laugardag þegar við spilum á undan Dimmu. Krummi sagði að við yrðum að vera í leðurbuxum ef við ætluðum að fá að vera á undan Dimmu. Við ákváðum að gera gott betur og búa til nýtt lag með gítarsóló til að hafa smá techo rock í prógramminu. Ég gat ekki betur heyrt en það hefði farið vel í nemendur áðan en partur af því koma hingað í Tækniskólann er einmitt að hita okkur upp fyrir Airwaves.

DSC_0103

DSC_0104

DSC_0111

DSC_0113

DSC_0119

DSC_0122

DSC_0123

DSC_0125

Eftir Airwaves tekur svo við að halda áfram að kynna nýju plötuna. Við ætlum að halda tónleika með Trúboðunum sem vorum líka að gefa út plötu þann 19. nóv. á Gauknum. Síðan eigum við eftir að halda alvöru útgáfutónleika og fara eitthvað út á land. Þetta kemur allt í ljós.
Annars erum við byrjuð að semja ný lög og það er stutt í nýtt lag og tónlistarmyndband.

DSC_0129

DSC_0130

DSC_0131

DSC_0133

DSC_0135

DSC_0136

DSC_0140

DSC_0141

Eitthvað að lokum?

Okkur langar bara að þakka Tækniskólanum og öllum þeim sem komu og hlustuðu á okkur. Þetta var var mjög ferskt og gaman. Endilega tékkið á heimasíðu okkar en þar má hlusta á plötuna og skoða tónlistarmyndbönd.

http://mosimusik.com

 

Comments are closed.