MOSI MUSIK, JOHNNY AND THE REST OG LILY OF THE VALLEY Á HÚRRA ANNAÐ KVÖLD 23. MARS

0
lily of the valley

Lily Of The Valley

Það verður heldur betur mikið stuð á skemmtistaðnum húrra annað kvöld þegar hljómsveitirnar Mosi Musik, Lily Of The Valley og Johnny And The Rest ætla að troða upp! Báðar sveitirnar hafa verið mikið áberandi að undanförnu og hafa þær getið sér gott orð fyrir þétta tónleika og líflega sviðsframkomu!

mosi musik

Mosi Musik

Mosi Musik gaf út sýna fyrstu plötu árið 2015 „I Am You Are Me“ og hefur síðan vakið mikla athygli gagnrýnenda sem meðal annars hafa sagt:

Grúvið er þvílíkt og innlifunin engu lík. Þetta eru hittarasmiðir, sannið þið til“ – Hjalti St. Kristjánsson, Morgunblaðið. Iceland Airwaves ’15 umfjöllun.

„Emotive, passionate singing. fun, upbeat, danceable…fashionable. this is epic, power disco. this is genuinely good. arnar is definitely one of the best drummers in reykjavik” – Chris Sea, Reykjavik Grapevine.

„The future sound of pop music“ – Lewis Copeland, Electric Lion Radio.

Mosi Musik er að vinna að sinni annari plötu sem kemur út síðar á þessu ári og mun hljómsveitin flytja ný lög af væntanlegri plötu á þessum tónleikum.

Johnny And The Rest hefur verið starfandi með hléum allt frá árinu 2005 þegar strákarnir voru 18 ára guttar sem hötuðu allt nýrra en frá 1970 og fóru að spila saman í skúr í Grafarvogi. Síðan þá hafa þeir gefið út tvær plötur, eina 2008 og þá næstu árið 2013. Á þessum árum hefur bandið orðið að hálfgerðri fjölskyldu auk þess sem meðlimir hafa mikið vasast í tónlist og tekið þátt í öðrum verkefnum og má þar helst nefna bresku ofurrokksveitina Feel Like Wolf, íslensku rappsveitina Epic Rain og folkpoppsveitina Lily Of The Valley.

johnny and the rest

Johnny And The Rest

Um þessar mundir eru meðlimir Johnny að vinna í nýju efni sem prýða mun þriðju breiðskífu sveitarinnar og gáfu þeir út lagið „It Ain´t Easy“ nýverið.

Lily of the valley heldur sína fyrstu tónleika á árinu með pompi og prakt. Hljómsveitin gaf út smáskífuna GHOSTS í október og seldist platan gífurlega vel og fór meðal annars í toppsætið á metsölulista Eymundsson fyrir jólin. Platan fékk góða dóma en síðan þá hefur hljómsveitin legið undir feld og spilar splúnkunýtt efni í bland við alla smellina. LOTV er sex manna band en það verða góðir gestir með og lofað er miklu stuði enda allir meðlimir spólgraðir að spila eftir nokkra mánuði í pásu.

Stuðið byrjar kl 20:00 og kostar litlar 1.000 kr inn.

Comments are closed.