MOSI MUSIK FAGNAR SINNI FYRSTU BREIÐSKÍFU Í LUCKY RECORDS

0

MOSI 2

Mosi Musik sendi nýverið frá sér sýna fyrstu breiðskífu sem ber nafnið „I Am You Are Me„. Hljómsveitin ætlar að fagna nýju plötunni og hita upp fyrir Iceland Airwaves laugardaginn 24. október í Lucky Records kl. 16:00. Nýverið gaf hljómsveitin út tónlistarmyndband við titil lag plötunnar en lagið er unnið í samvinnu með Krúz sem rappar í laginu.

MOSI

Mosi Musik sem spilar í sitt fyrsta skipti á Iceland Airwaves núna í ár og ætlar hann að nota þennan fögnuð til að hita upp fyrir tónlistarhátíðina. „Við ætlum að spila nokkur lög af plötunni í bland við nýja tónlist“ segir Mosi og heldur áfram. „Hljómsveitin er að mótast og við erum strax farin að hugsa um næstu plötu. Nýju lögin eru að koma vel út og okkur hlakkar til að leyfa ykkur að heyra þau í Lucky.

Það verða drykkir í boði og hljómsveitin mun árita og gefa eintök af plötunni.

Þú getur hlustað á nýju plötuna á Spotify, iTunes, Deezer
og heimasíðu hljómsveitarinnar www.mosimusik.com

Comments are closed.