MOSI MUSIK, CRYPTOCHROME OG SEINT KOMA FRAM Á HÚRRA 27. JÚLÍ

0
MosiMusik_byanitaeldjarn

Mosi Musik. Ljósmynd/Aníta Eldjárn

Á miðvikudagskvöldið næstkomandi verður blásið til tónveislu á Húrra þar sem hjómsveitirnar Mosi Musik og Cryptochrome munu leiða saman hesta sína í fysta sinn á tónleikum. Þessar hljómsveitir hafa báðar vakið mikla athygli fyrir tónlist og tónlistarmyndbönd. Um er að ræða ólík bönd sem eiga þó sameiginlegt að vera bæði svokallaðir „genre benders“ því það er erfitt að setja eitt nafn á tónlist þeirra. Bæði bönd flytja kröftuga og creative raftónlist sem fer í allar áttir.

Mosi Musik gaf út sýna fyrstu plötu í fyrra I am you are me sem fékk þrusu dóma víðsvegar. Hljómsveitin spilar „Electric Ferrari Pop“ sem er bland af raftónlist, disco, R’n’B, techo, house o.fl. Þau munu flytja ný lög af væntanlegri plötu á tónleikunum.

 Hljómsveitin hefur spilað mikið live undanfarin ár og vakið mikla athygli hvar sem þau mæta fyrir fjöruga og lifandi framkomu. Gagnrýnendur hafa meðal annars sagt:

„Grúvið er þvílíkt og innlifunin engu lík. Þetta eru hittarasmiðir, sannið þið til.“  – Hjalti St. Kristjánsson, Morgunblaðið. Iceland Airwaves ’15 umfjöllun

„Emotive, passionate singing. fun, upbeat, danceable…fashionable. this is epic, power disco. this is genuinely good.“ – Chris Sea, Reykjavik Grapevine. Secret Solstcie Review.

„The future sound of pop music.“ – Lewis Copeland, Electric Lion Radio

W119

Cryptochrome

Cryptochrome hefur vakið mikla athygli á þessu ári en þau settu sér það markmið að gefa út eitt tónlistarmyndband á mánuði og hafa þau myndbönd verið hverju öður flottara. Cryptochrome beygir tónlistastefnur og fer langt út fyrir boxið í sinni tónlist sem er góð blanda af raftónlist, hip-hop og cosmískum pælingum sem gefa þeim sitt eigið sound. Þau eru að vinna að sinni annari plötu sem fæðist með nýju lagi og myndbandi í hverjum mánuði.

Ásamt fyrrnefndum böndum mun tónlistarmaðurinn Seint koma fram en hann kemur víða við og er meðal annars einn meðlima Rímnaríkis sem hafa vakið þónokkra athygli. Hann mun sjá um að verma húsið með sinni tónlist sem er Post-Pop, bland af trap, techno, verskmiðju o.fl. Kröftug raftónlist hér á ferð.

Tónleikarnir byrjar kl. 21.00 miðvikudaginn 27.júlí á Húrra og það kostar litlar 1.000 kr. inn.

Comments are closed.