Mosi fagnar Partytown: Sjáið ljósmyndirnar

0

Fyrir skömmu sendi tónlistarmaðurinn Mosi frá sér plötuna Partytown en hann blés nýlega til heljarinnar útgáfutónleika á Hard Rock Café. Ásamt Mosa koma fram hljómsveitirnar Beebee and the bluebirds, InZeros og comedy bandið Bergmál.

Kvöldið byrjaði á léttu nótunum með stelpunum í Bergmál en svo tók Beebee and the Bluebirds við og leiddi okkur inn í kvöldið. Mosi ásamt hljómsveit steig svo á svið og spilaði lög af plötunni PartyTown ásamt fleiri nýjum lögum. Á eftir Mosa komu „Party-Glysrokkararnir“ í InZeros á svið og enduðu þeir kvöldið með stæl eins og þeim einum er lagið!

Ljósmyndarinn Kristján Gabríel mætti á svæðið og tók þessar skemmtilegu ljósmyndir fyrir Albumm.is

Mosi á Instagram

Skrifaðu ummæli