MOSES HIGHTOWER Á TRÚNÓ

0

moses

Moses Hightower hefur nú sent frá sér lagið „Trúnó.“ Um er að ræða þriðja lagið sem hljómsveitin Hrynvissa lætur frá sér af væntanlegri breiðskífu sinni, sem nú hefur verið ákveðið að komi út næsta vor. Síðasta lag sem kom frá Moses var angurværi sveitaóðurinn „Feikn,“ þar sem hljóðheimurinn var að miklu leyti órafmagnaður, en nú hefur hljóðgervlum aftur verið stungið í samband og trymbillinn hrærir öllu hraustlegar í pottunum.

moses-2

Hending ein ræður því að lagið kemur út rétt fyrir Airwaves, en sveitin kemur vissulega fram á hátíðinni kl 00:10 á Nasa, miðvikudagskvöldið 2. nóvember. Hljómsveitin annaðist upptökur ásamt Styrmi Haukssyni, sem einnig hljóðblandaði. Glenn Schick hljómjafnaði.

Comments are closed.