MOMENTUM SENDIR FRÁ SÉR PLÖTUNA THE FREAK IS ALIVE

0

momentum 1


The Freak Is Alive er ný plata með hljómsveitinni Momentum. Momentum er vel þekkt innan þungarokk senunnar en platan er gefin út á vegum Dark Essence Records en Plastic Head sér um að dreifa plötunni á heimsvísu.

Hljómsveitin Momentum var stofnuð árið 2003 og hefur síðan verið áberandi í íslensku þungarokki. Má til dæmis nefna að Momentum hefur komið fram á hverri einustu Eistnaflugs hátíð en þær eru orðnar 10 talsins sem og margsinnis á Iceland Airwaves. Sveitin hefur unnið hörðum höndum að því að koma sér á framfæri erlendis og nú síðastliðinn apríl var sveitin stödd erlendis í tónleikaferð. Þar kom hún til að mynda fram á hinni margrómuðu tónlistarhátíð Roadburn Festival í Hollandi og er þessi plötusamningur einmitt til kominn vegna kynna sem þar áttu sér stað.

momentum 2

Alla tíð hefur verið ansi erfitt að skilgreina tónlist Momentum. Sveitin byrjaði sem svokölluð black/death metal hljómsveit en hefur þróast mikið í gegnum árin og verður kannski best lýst í dag sem framsæknu, tilraunakenndu þungarokki þar sem víða er komið við í litrófi tónlistarinnar.

 

Comments are closed.