MÖLLER RECORDS MEÐ TVÆR NÝJAR ÚTGÁFUR Í DAG

0

Möller Records gefur út tvær Helgur í dag 15.05.15; smáskífuna Lovin Life með Bistro Boy og söngvaranum Anthony Jackson og stutt-plötuna Mindscapes með listamanninum Andartak. Plöturnar verða fáanlegar á vefsvæði Möller Records

Frosti Jónsson aka Bistro Boy

Bistro Boy er listamannsnafn Frosta Jónssonar sem hefur gefið út 3 plötur á vegum Möller Records – síðast Rivers & Poems í samstarfi við japanska hljóðlistamanninn Nobuto Suda. Lovin’ Life var tekin upp í vetur í samstarfi við söngvarann Anthony Jackson og fóru upptökur fram í heimaveri Frosta í Sólheimum. Smáskífan inniheldur einnig endurgerðir eftir Snooze Infinity, Modesart og Mr. Signout.

Hægt er að nálgast plötuna inn á Möller Records og Band Camp síðu Bistro Boy

 

Arnór Kári - Ljósmynd Ómar Sverrisson

Andartak er listamannsnafn Arnórs Kára og er Mindscapes fyrsta platan hans. Arnór Kári er götulistamálari og hefur skreytt Reykjavík og heimili landsins um árabil – en núna fáum við hann til að skreyta fyrir okkur umhverfið í tónum. Mindscapes var tekin upp “live” með KORG græjunum Volca Bass, Volca Beats, Volca Keys, MS-20 Mini og Kaoss Pad.

Hægt er að nálgast plötuna inn á Möller Records og Band Camp síðu Andartak

Comments are closed.