MÖLLER RECORDS MEÐ SHOWCASE Í MENGI / FRANK MURDER, TERRORDISCO OFL

0

mölls

Möller Records og Raftónar verða með heljarinnar Showcase í Mengi næstkomandi föstudag en það er að sjálfsögðu hluti af off-venue Iceland Airwaves. Goðsögnin Frank Murder kemur fram í fyrsta sinn í mjög langan tíma og Terrordisco spilar live í fyrsta sinn, ekki missa af þessu! Dagskráin er glæsileg en herlegheitin hefjast stundvíslega kl 15:30.


Dagskráin:

15:30-16:00 – Frank Murder
16:10-16:40 – Buspin Jieber
16:50-17:20 – EinarIndra
17:30-18:00 – Terrordisco
18:10-18:40 – Gunnar Jónsson Collider
18:50-19:20 – skurken
19:30-20:00 – Tanya Pollock

Frank Murder: Hann hefur verið lengi að og áhugamenn um raftónlist sperra ávallt eyrun þegar nafn hans berst að góma. Hann hefur verið að gefa út t.a.m. Cactus Island (UK), Touched (UK) og hinu alíslenska Uni:Form sáluga. Undanfarin misseri hefur hann verið að stunda tilraunir með "modular" hljóðgervla og von er á hljóðrænni, sem og sjónrænni, veislu frá honum.

Frank Murder: Hann hefur verið lengi að og áhugamenn um raftónlist sperra ávallt eyrun þegar nafn hans berst að góma. Hann hefur verið að gefa út t.a.m. Cactus Island (UK), Touched (UK) og hinu alíslenska Uni:Form sáluga. Undanfarin misseri hefur hann verið að stunda tilraunir með „modular“ hljóðgervla og von er á hljóðrænni, sem og sjónrænni, veislu frá honum.

Buspin-Jieber

Buspin Jieber: Hliðarsjálf Guðmundar Inga Guðmundssonar hefur komið eins og sprengikraftur í íslenska raftónlistarlífið. Hann á að baki tvær afar vel heppnaðar stuttskífur, sem komu út á Raftónum og von er á breiðskífu snemma á næsta ári. Algjörlega ómissandi fyrir áhangendur 80’s hljóðgervlapopps með draumkenndu ívafi.

einar indra

EinarIndra: Draumkennt rafpopp er hans fag, en stuttskífan „You Sound Asleep„, sem kom út á vegum Möller Records, vakti mikla athygli. Einar mun flytja efni af væntanlegri stuttskífu, en tónleikaflutningur hans þykir afar lifandi og tilfinningaríkur.

GUNNAR

Gunnar Jónsson Collider: Strákur sem kom sem stormsveipur í íslenskt raftónlistarlíf með stuttskífunni „Apeshedder„, sem kom út fyrr á árinu.

TERROR

Terrordisco: Margir þekkja Terrordisco sem stjörnuplötusnúð og sem meistara í endurhljóðblöndunum – en hér gefst áhugasömum tækifæri á að hlýða í fyrsta skipið á hans eigin tónsmíðar.

skurken

Skurken: Listamaður, sem nýverið gaf út sína fjórðu breiðskífu og ber hún nafnið „Nónfjall„. Breiðskífan, sem er fáanleg í öllum betri búðum, er myndræn, dýnamísk og stemningsfull – og haldbær sönnun þess að hið hreinræktaða heiladansform lifir enn góðu lífi.

tanya pollock

Tanya Pollock: Hún hefur verið viðloðandi íslensku rafónlistarsenuna í hartnær 15 ár og er óstöðvandi afl á tónleikasviðinu. Kraftmikill endir á kraftmiklum degi.

 

Comments are closed.