MÖLLER RECORDS GEFA ÚT PLÖTUNA APESHEDDER MEÐ TÓNLISTARMANNINUM GUNNAR JÓNSSON COLLIDER

0

Apeshedder_frontur_2

Apeshedder_bak_2

Fimmtudaginn 19. mars mun Möller Records gefa út Helgu nr. 32 – plötuna Apeshedder með tónlistarmanninum Gunnar Jónsson Collider.

 

Gunnar Jónsson, maðurinn á bak við tónlistina, hefur verið virkur í íslensku tónlistarsenunni í mörg ár, og hefur starfað með ýmsum sveitum – t.a.m. DMG, 1860 og Coral. Þetta er fyrsta sólóútgáfa Gunnars hjá Möller Records en áður gaf hann út stuttskífurnar Binary Babies og Disillusion Demos árið 2013.

1780761_621093174634078_253214319_n

 

Apeshedder inniheldur hrynheita raftónlist sem var samin og tekin upp frá sumri til hausts árið 2014. Innblásturinn að baki Apeshedder er áhugi Gunnars á dulspeki og shamanisma á umbrotatímum 21. aldarinnar. Umslag plötunnar er unnið upp úr verki bandaríska listamannsins Jim Harter. Platan kemur út á vefsvæði Möller Records http://www.mollerrecords.com og verður einnig fáanleg á iTunes, Juno o.fl. tónlistarveitum.

 

Comments are closed.