MOLD SKATEBOARDS SENDIR FRÁ SÉR SKEMMTILEGT HJÓLABRETTAMYNDBAND MEÐ MARINO KRISTJÁNSSYNI

0

marino Kristjánsson

Íslenska hjólabrettafyrirtækið Mold Skateboards hefur haft í nægu að snúast að undanförnu og mikið er um að vera á næstunni. Jólavertíðin er nýafstaðin og seldust öll Mold brettin upp!

mold marino kristjánsson

Mold Skateboards er að styrkja (Sponsor) tvo flotta einstaklinga en það eru þeir Marino Kristjánsson og Arnar Steinn en glænýtt myndband var að lenda úr herbúðum Mold. Að þessu sinni er það Marino sem fer á kostum eins og honum einum er lagið. Myndbandið er tekið upp í innanhúsaðstöðu Brettafélags Hafnarfjarðar en það er glæsileg aðstaða fyrir hjólabretti, BMX ofl.

Mold menn eru að undirbúa vorið en þá má búast við mikið af nýjum brettum, nýjar stærðir, ný grafík og shape!

Comments are closed.