MOLD SKATEBOARDS HJÓLABRETTAPLÖTURNAR ERU AÐ SELJAST UPP

0

mold 1

Íslenska hjólabrettafyrirtækið Mold Skateboards hefur verið að gera það ansi gott að undanförnu en það má segja að brettin frá þeim hafa slegið í gegn.

Grafíkin er virkilega flott en fjórar mismunandi myndir hafa prýtt brettin: Lilli og co, Mold stafir, Skrísmlið og svo að sjálfsögðu jólabrettin í ár.

mold 8

Jólabrettin koma aðeins í tíu eintökum og koma aldrei aftur en þar sést grýla í öllu sínu veldi og þrír jólasveinar. Það er Ómar Örn Hauksson sem sér um alla grafíkina og gerir hann það listarlega.

mold 6

„Við gerðum ágætis upplag fyrir þessi jól eða alls tuttugu bretti, tíu jólabretti, sex skrímsla og fjögur Mold stafa bretti. Þetta fæst í Mohawks í Kringlunni og er bara að seljast upp!“ – Haukur Már Einarsson

Þegar gáð var að voru aðeins tvö jólabretti eftir, tvö skrímsla bretti og tvö Mold stafa bretti. Brettin eru alfarið Íslensk framleiðsla og eru handsmíðum hér á landi úr kanadískum hágæða Sugar Maple við.

Haukur Már Einarsson, Steinar Fjeldsted og Ómar Örn Hauksson hafa unnið hörðum höndum að Mold Skateboards en það er greinilegt að það er að skila sér.

mold 9

„Við erum að sposna tvo flotta kappa þá Marino Kristjánsson og Arnar Stein svo erum við alltaf með augun opin og bætum kanski í hópinn í vor“ – Haukur 

mold marino kristjánsson

Mold- Marino Kristjánsson

mold 4

Mold- Arnar Steinn

Allir sem vilja gefa Mold Skateboards brettaplötur í jólagjöf ættu að hafa hraðar hendur og drífa sig í Mohawks í kringlunni og tryggja sér eintak!

Comments are closed.