MOJI AND THE MIDNIGHT SONS SENDA FRÁ SÉR MYNDBAND OG TRYLLA LÝÐINN Á GAUKNUM Í KVÖLD

0

moji

Hljómsveitin Moji And The Midnight Sons er skipuð eintómum snillingum en það eru Frosti „Gringo“ Runólfsson, Bjarni M. Sigurðarson, Arnaldur Ingi Jónsson, Hallur Ingólfsson og Bandaríska söngkonan Moji Abiola sem skipa þessa eðal sveit.

moji2

Sveitin sendi fyrir stuttu frá sér lagið „Dog Days Of Summer“ en þar er á ferðinni sannkallaður blús rokkslagari! Út er komið myndband við lagið en að sjálfsögðu er það unnið af meistara Frosta Gringo. Í myndbandinu má sjá gamlar klippur af fólki á hjólabrettum en Frosti er mikill skate hundur og lá þetta því vel við.

Í kvöld 14. Júlí blæs sveitin til heljarinnar tónleika á Gauknum og verður öllu tjaldað til! Herlegheitin byrja stundvíslega kl 21:00 og kostar litlar 1.500 kr inn.

Comments are closed.