MÖGNUÐ BARNAHÁTÍÐ Á KLAMBRATÚNI Á SUNNUDAGINN

0

Barnahátíðin Kátt Á Klambra fer fram á sunnudaginn 30. Júlí og er dagskráin í ár vægast sagt glæsileg! Svæðið verður mjög lifandi og nóg verður um að vera og gera fyrir alla fjölskyldun.

Dagskráin er eftirfarandi:

11.30-12.00 Broskall

12.15-12.45 Fjölskyldujóga með Lóu

13.00-13.30 Krakkafjör með Plié Listdansskóla

13.40-14.00 Sirkus Íslands

14.00-14.30 Hildur

14.40-15.00 Beatbox kennsla

15.00-15.20 Lalli Töframaður

15.20-15.40 Afródans með Barakan

16.00-16.30 Emmsjé Gauti

16.30-17.00 Barnadiskó með Viktori Birgis

Lalli töframaður mun auk þess stíga á stokk á milli atriða með allskonar gleði og sín alræmdu töfrabrögð.

Ásamt þessu verður hægt að fara í föndur- eða ritlistarsmiðju, skella sér í andlitsmálningu eða tattú, blása sápukúlur, skella sér á hjólabretti á glæsilegum hjólabrettapalli í boði Lex Games, búa til súkkulaði undir leiðsögn Halldórs konditora og mála á taupoka hjá iglo+indi ásamt ótal mörgu öðru sem verður í boði á svæðinu.

Aðgangur á hátíðina eru litlar 1200 krónur á manninn og í boði er einnig fjölskyldupakki með 4 miðum á 4000 krónur. Frítt verður inn fyrir 3ja ára og yngri.

Facebook viðburðinn má sjá hér en hægt er að nálgast miða á Tix.is. Einnig er selt við innganginn.

Skrifaðu ummæli