Mjólkursamsalan styrkir Hjólabrettaskóla Reykjavíkur

0

Steinar Fjeldsted eigandi skólans og kennari og Guðný Steinsdóttir markaðsstjóri Mjólkursamsölunnar.

Hjólabrettaskóli Reykjavíkur hóf göngu sína veturinn 2015 í húsakynnum Brettafélags Hafnarfjarðar en er nú staðsettur í húsi Jaðar íþróttafélags í Dugguvogi. 8 og hefur allar götur síðan kappkostað við að kenna landanum á hjólabretti. Nú hefur Mjólkursamsalan lagt skólanum lið með fjárhagsstyrk sem mun koma skólanum að góðum notum. Hjólabrettaskólinn heldur úti námskeiðum fyrir krakka og fullorðna og hafa öll námskeiðin virkilega slegið í gegn.

„Þessi styrkur gerir okkur kleyft á að auglýsa skólann enn frekar og efla starfsemi hans. Þetta er virkilega kærkominn styrkur og gaman að sjá að svo stórt og rótgróið fyrirtæki eins og mjólkursamsalan hafi riðið á vaðið.“ – Steinar Fjeldsted stofnandi og einn af kennurum skólans.

Margt spennandi og skemmtilegt er framundan hjá skólanum og er fyrirhugað að stækka starfsemi hans svo um munar á næstu misserum. Facebook síðu skólans má sjá hér.

Fyrir nánari upplýsingar um skólann og komandi námskeið sendi póst á Hjolabrettaskoli@gmail.com

Skrifaðu ummæli