MIXOPHRYGIAN SENDIR FRÁ SÉR SÍNA FYRSTU BREIÐSKÍFU

0

 mix3

Daði Freyr Pétursson er að gefa út sína fyrstu sólóplötu 2. Semptember undir nafninu Mixophrygian.

Daði er tölvuheilinn í hljómsveitinni RetRoBot en stundar núna nám við DBs Music í Berlín. Daði sér um flest allt á plötunni en einnig fær hann til sín góða gesti, Arna Lára syngur í laginu  „Forever“ og Sigrún Birna í laginu „Two Of A Kind“  fleiri gestir eru á plötunni en það eru saxófónleikarinn Phillip Carlsson í laginu „Disconnected“ og trompetleikarinn Vale Schwarzbeck í laginu „Into Silence“ . Magnús Øder sér  um að mastera.

mix

mix4

Platan inniheldur 14 lög sem saman mynda sögu um mann sem öðlast þekkingu á alheiminum, vitund hans klofnar í sundur svo hann hefur nú tvö höfuð á sama líkama og á sama tíma sendist hann yfir í aðra vídd. Þar finnur hann ástina sem hann getur ekki deilt með sjálfum sér svo hann finnur leið til að breyta sér í tvær manneskjur, hvor með sinn eigin líkama. Þegar ástin getur ekki sætt sig við bara annan þeirra ákveða þeir að smíða geimfar og flýja þennan heim til að byrja upp á nýtt á öðrum stað.

http://mixophrygian.wix.com/mixophrygian

 

 

 

 

Comments are closed.