Mistök sem eru innblásin af syndum mannana

0

Hljómsveitin Darth Coyote var að senda frá sér brakandi ferskt lag sem ber heitið „What I Said.” Lagið var tekið upp í nóvember síðastliðnum ásamt fleiri lögum sem verða gefin út á næstu misserum. Þorsteinn Kári Guðmundsson sá um upptökustjórn, hljóðblöndun og masteringu. Saman mynda lögin eina heild sem er innblásin af syndum mannana.

Lagið fjallar mistök hljómsveitarmeðlima sem og annara og er fyrsti singúll af breiðskífu sveitarinnar sem verður gefin út í þrem pörtum. Auk synda Mannana er Darth Coyote, eða Doddi eins og hann er stundum kallaður, einn helsti innblástur hljómsveitarmeðlima. En Doddi er breyskur, rétt eins og sveitin!

Einnig er lagið komið á Spotify

Skrifaðu ummæli