MISÞYRMING OG MUCK GERA ALLT BRJÁLAÐ Á HÚRRA Í KVÖLD

0
misþyrming ljósmynd rakel erna skarphéðinsdóttir

Hljómsveitin Misþyrming. Ljósmynd: Rakel Erna Skarphéðinsdóttir

Í kvöld, föstudagur 18. mars, mun Misþyrming og Muck stíga í fyrsta skipti á svið saman. Strákarnir í Muck hafa vaxið og dafnað síðustu árin, gefið út þrusugóða plötu, og spilað út um allt.

muck 2

Hljómsveitin Muck. Ljósmynd: Hafsteinn Viðar Ársælsson / Takeshi Miyamoto

Misþyrming hefur átt marga dagana sæla síðastliðið ár, þar á meðal var hún valin sem undur ársins 2015 af Reykjavík Grapevine, unnið til Kraumverðlauna fyrir plötuna Söngvar elds og óreiðu og fengið boð um að vera listamaður 2016 Roadburn tónlistarhátíðarinnar.

muck

Tónleikarnir eru hluti af Húrra Grapevine! tónleikaröðinni, og kostar litlar 2.000 krónur inn.

Allur ágóðinn fer beint til hljómsveitanna.

Comments are closed.