MISSTI NÁNA ÁSTVINI OG EIGNAÐIST YNDISLEGA DÓTTUR

0

Tónlistarmaðurinn Einar Indra var að senda frá sér glænýtt og brakandi ferskt lag sem ber heitið „Ripples“

„Þetta lag er búið til í einhverri tilfinningasveiflu, blöndu af því að missa nána ástvini og að eignast dásamlega litla dóttur. Þetta er einhverskonar lágstemmd sálar elektróník sem rís stundum upp en er yfirleitt í lágstemmdari kanntinum.“ – Einar Indra.

Einar hefur ekki komið mikið fram á Íslandi að undanförnu en fyrr á þessu ári kom hann fram á „showcase“ hátíðinni Ment í Slóveníu. Einar verður talsvert á faraldsfæti á næstunni og eru viðkomustaðirnir Pólland og Kanada svo fátt sé nefnt.

Skrifaðu ummæli