Missir sjónar á flugdrekanum þegar hann dettur skyndilega til jarðar – Frumsýning

0

Hljómsveitin Vicky sendir í dag frá sér brakandi ferskt myndband við lagið „String Along“ og er það frumsýnt hér á Albumm.is. Lagið kom út í síðustu viku en það er tekið upp í stúdíó Hljóðverk hjá Einari Vilberg. Myndbandið er einkar skemmtilegt en þar má sjá stelpu með flugdreka og missir hún sjónar á honum þegar hann dettur skyndilega niður til jarðar. Við leitina hefst ferðalag þar sem hún er leidd áfram á óvæntar slóðir.

Leikkonurnar í myndbandinu eru Aldís Amah Hamilton og Rakel Ýr Stefánsdóttir. Yndbandið er unnið Birtu Rán Björgvinsdóttur og Nínu Petersen. Framundan hjá Vicky eru tónleikar á tónlistarhátíðinni Secret Solstice og plata í kortunum!

Skrifaðu ummæli