Mismunandi birtingarmyndir iðnaðarsamfélags og sál mannsins innan þess

0

Í dag kemur út á vegum Möller Records platan Alætan með Emil Svavarssyni, en þetta er fyrsta smáskífan sem hann gefur út undir eigin nafni. Lögin voru samin í desember 2017 og  janúar 2018 og fjalla um mismunandi birtingarmyndir iðnaðarsamfélags og sál mannsins innan þess.

Emil er enginn nýgræðingur í tónlist og hefur áður gefið út undir nafninu Snooze Infinity og komið fram á hátíðum eins og Iceland Airwaves, Extreme Chill and Aldrei fór ég suður, en á þessari plötu róir hann á önnur mið með hárbeittum hljóðheimi sem endurspeglar þema plötunnar.

Skrifaðu ummæli