MIRI VAKNAR ÚR DVALA OG SENDIR FRÁ SÉR LAGIÐ „WHEN YOU LOOK IN MY EYES DO YOU SEE THE FIRE THAT BURNS IN ME?“

0

miri 2

Í dag gefur hljómsveitin MIRI út nýtt lag og myndband við lagið „When you look in my eyes do you see the fire that burns in me?“ Þetta mun vera fyrsta útgáfa hljómsveitarinnar í ein fimm ár, eða allt frá því að breiðskífa þeirra kom út á vegum Kimi Records hér á Íslandi, en einnig í Evrópu og Bandaríkjunum í samstarfi við þýska útgáfufyrirtækið Morr Music.

miri 3
Eftir að hafa legið í dvala er MIRI tekin til starfa af fullum krafti og mun hún meðal annars koma fram á Iceland Airwaves í nóvember næstkomandi.
Í dag 10. október mun hljómsveitin spila tvenna tónleika í Lucky Records kl. 16:00 og á Dillon kl. 22:00 og er aðgangur ókeypis á báða viðburði.
Með þessu vill hljómsveitin fagna útgáfu lagsins og eins nýta tækifærið til að flytja mikið af því nýja efni sem hljómsveitin hefur skapað síðastliðin misseri.

Comments are closed.