minnum á mikilvægi Evrópu fyrir íslenskt tónlistarfólk – Evróputónar í 12 Tónum

0

Í dag verður heljarinnar stuð í plötuverslunni 12 Tónum (Skólavörðustíg 15) en þar verður blásið til tónleika! Tónleikarnir bera heitið Evróputónar og er þetta fyrsta geimið af mörgum. Pálsson Hirv dúettinn og JFDR ríða á vaðið og byrja herlegheitin kl 17:00!

Tónleikaröðin minnir á mikilvægi Evrópu fyrir íslenska tónlistarmenn, þar sem margir þeirra búa og læra, gefa út sitt efni og halda tónleika.

„Í áranna rás hafa tónlistarmenn og stefnur frá meginlandi Evrópu auðgað íslenskt tónlistarlíf og menningu. Nú er íslenskt tónlistarfólk í sívaxandi mæli farið að gera sig gildandi á meginlandinu og víðar. Það er tilvalið að minnast þessa samtals á föstudaginn í frábæru plötubúðinni við Skólavörðustíg,“ segir sendiherrann.“

Sendinefnd Evrópusambandsins styður við tónleikana og mun sendiherra ESB, Michael Mann, ávarpa samkomuna stuttlega.

Skrifaðu ummæli