MINIMAL TECHNO GOÐIÐ MORITZ VON OSWALD KYNDIR KLAKANN

0

oswald-2

Það verður heljarinnar stuð á Nasa annaðkvöld þegar goðsögnin Moritz Von Oswald (Basic Channel og Maurizio) stígur á stokk! Moritz Von Oswald er lifandi goðsögn sem hefur skapað sér nafn sem einn allra stærsti áhrifavaldur Technosins. Undir nafninu Maurizio telst hann ábyrgur fyrir minimal stefnunni sem hefur verið áberandi í danstónlist undanfarin ár. Ásamt því hefur hann þróað og leitt áfram „Deep Techno“, síðan í byrjun 10. áratugarins undir nafninu Basic Channel ásamt Mark Ernestus. Hann er einning höfundur „Dubtechno“ geirans undir nafninu Rhythm & Sound.

oswald

Moritz Von Oswald er einn hugmyndaríkasti frumkvöðull Techno, minimal, dub og deeptechno. Hann hefur tengt saman menningarheima á undraverðan hátt. Þannig hefur samstarf hans við tónlistarmenn með rætur í Karabískri tónlist getið af sér sérstaka kvísl raftónlistar sem kallast Dubtechno.

Það er stórviðburður að fá Moritz Von Oswald til landsins og þeir sem þekkja til hans vita við hverju má búast. Það er goðsagnakennda plötuútgáfan Thule Records sem stendur að viðburðinum.

Alls ekki láta þetta framhjá þér fara en húsið opnar kl 23:30 en Moritz Von Oswald byrjar rétt eftir miðnætti.

Miðaverð er 1.990 kr en hægt er að nálgast miða á Enter.is og við hurð.

Comments are closed.