Minimal Sci-Fi, theremin og raddir – Myndband

0

Fyrir skömmu sendi tónlistarkonan Hekla frá sér myndband við lagið „Ekki Er Allt Gull Sem Glóir” en lagið er tekið af plötunni Á. Þann 14. September næstkomandi kemur platan út á 180 gramma vínyl og á öllum helstu streymisveitum heimsins!

Tónlist Heklu má lýsa sem Minimal Sci-Fi en öll platan er byggð einungis á theremini og röddum.

Myndbandið var leikstýrt af Loga Hilmarssyni á leynistað í Hveragerði og er undir áhrifum af myndum eftir Georges Méliès og Faust eftir F.W.Murnau. Logi hefur leikstýrt fjölda myndbanda síðan árið 2010 og vann hann myndband ársins 2016 á Northern Wave hátíðinni.

Heklaheklahekla.com

Skrifaðu ummæli